Bofs og myndir frá leiðangursmönnum


Meðfylgjandi bofs barst frá leiðangursmönnum með aðstoð Google mail fyrir stundu.

“Sitjum núna í Mendósa og gerum okkur klár í “road trip” norður í Tungldalinn.
Komum hingað í fyrrakvöld (mánudaginn 20. jan) eftir langan og strangan dag. Lagt var af stað frá grunnbúðunum Plaza de Mulas um kl 11 þegar búið var ganga frá farangrinum okkar og gera hann kláran fyrir múlasnaflutning. Fengum ekki staðfest að hann kæmist samdægurs enda margt fólk á leið út dalinn, vegna stormsins.

Leiðin út dalinn olli engum vonbrigðum enda prýddi nýr snjór fjallatinda og setti skemmtilegan svip á annars litríkt umhverfið. Engu hafði verið logið um storminn á fjallinu og ótrúlegt að sjá strókinn sem stóð af hátindinum. Við vorum fljót í förum og komumst til Penitentes þar sem Villi beið okkar á hótelinu. Það urðu fagnaðarfundir og óneytanlega gott að sjá að Villi virtist að mestu búinn að jafna sig. Við fengum okkur hátíðakvöldverð áður en okkur var ekið niður til Mendoza.

Vilborg dvelur enn í grunnbúðunum Plaza de las Mulas og býður færis að ná toppnum en við hin stefnum á toppinn eftir 2 ár og eru áhugasamir velkomnir með okkur. Eins og fram hefur komið höfum við öll heillast af þessu stórbrotna landslagi og sjáum fyrir okkur alls kyns útfærslur á gönguferðum t.d. gönguferð upp í grunnbuðir, um þjóðgarða eða í vínnsmökkun fyrir þá sem ekki stefna á toppinn!

Gærdeginum vörðum við í rölt um borgina, skruppum á safn og útréttuðum fyrir næstu daga en síðar í dag höldum við norður eftir þjóðvegi 40 og eigum vonandi eftir að fá góða innsýn í sveitalífið hérna megin á hnettinum og kynna okkur enn frekar nautasteikur og vín kúltúrinn að ekki sé minnst á tangóhefðina.”

Camp Cholera 6000m

Camp Cholera 5970 m

IMG_2754 IMG_2746 IMG_2741 IMG_2725 IMG_2723 IMG_2714

IMG_2713