Aconcagua 2014


Magaórói og 20 km dagur

Ljóst er að langur dagur var að kvöldi komin þegar leiðangursmenn fundu tíma til að skrifa það skeyti sem hér fer á eftir enda var það sent kl. 01.30 í nótt! Við vöknuðum eftir góðan nætursvefn í Confluencia búðunum. Allir voru hressir en aðeins bar á magaóróa og niðurgangi hjá […]


Aðlögunargangan

Vöknuðum hress eftir fyrstu nóttina í umtalsverðri hæð og enginn sýnir einkenni hæðarveiki. Smurðum okkur nesti og gengum aðlögunargöngu upp í rúmlega 4000 metra hæð inn dal sem liggur inn að hinum gríðarháa suðurvegg Aconcagua, sem rís um það bil 3000 metra yfir dalbotninn. Landslagið var stórbrotið og sumstaðar var eins […]


Komin til Confluencia

Póstur þessi barst frá Aconcagua förum kl. 21 að staðartíma Argentínu Jæja, þá erum við loksins lögð á stað í hinn eiginlega leiðangur. Í gær fimmtudag lögðum við af stað upp í fjöllin og gistum í skíðabænum Penitentes í  nótt. Þegar þangað var komið var byrjað á endanlegri farangursflokkun og […]


Skrifræði og stimplar

Meðfylgjandi færsla fjallgöngufaranna á Aconcagua tafðist eitthvað í sendingum en gildir sumsé fyrir gærdaginn (fimmtudaginn 9. jan) Seinnipartur gærdagsins fór í hvíld og slökun, nema hjá Leifi og Vilborgu sem voru í undirbúningi áframhaldsins. Skruppum aðeins í bæinn seinnipartinn en það var svakalega heitt, hitinn tæpar 40 gráður. Deginum síðan […]


Frá fimbulkulda NY til hásumars í Mendósa

Eftir aðeins fimm tíma flug til suðurs frá rökum ísakulda New York borgar lenti hópurinn í 30°C hita í Mendósaborg. Umskiptin eru mikil en næstu daga má reikna með að kólni heldur þegar sexmenningarnir byrja að fikra sig upp hlíðar Aconcagua (6962 m). Meðfylgjandi póstur barst um kvöldmatarleitið í gær […]


Fimm farnir og einn bíður!

Um miðjan dag í gær héldu hin fimm fræknu af landi brott til fundar við argentíska fjallarisan Aconcagua, sem teygjir sig litla 6960 metra upp frá yfirborði jarðar. Það tekur drjúga stund að ganga á svo hátt fjall en hópurinn stefnir að því að ná tindi fjallsins eftir um tíu […]