„Haglhragglandi“ og harðnandi frost í Plaza Canada


Rétt um klukkan 21 í kvöld hringdi Leifur Örn úr Búðum 1 í 5.050 metra hæð utan í Aconcagua. Hópurinn var þá búin að koma sér vel fyrir í tveimur VE-25 tjöldum þar sem kvensurnar deildu öðru en karlarnir hinu. Kvöldmaturinn, sem reyndar var ekki úr héraði (Real Turmat – norskur elgur ætlaður þarlendum hermönnum), var rétt lokið og allir á leið ofan í svefnpoka sem sýnt þótti að renna þyrfti vel upp í háls enda viðbúið að kuldinn herti tökin yfir nóttina í þessari hæð.

Síðasta nótt var einnig köld“ að sögn Leifs en þegar hópurinn var sestur kappklæddur að morgunverðarborðinu í messatjaldinu og sólin tók að skína á tjaldið hlýnaði hratt. Markmið dagsins var að ganga úr grunnbúðum-Plaza de Mulas (4.300 m) og upp í Plaza Canada (5.050 m) sem er um 750 metra hækkun. Fyrir brottför varð að koma útbúnaði á burðarmenn sem voru tveir. Annar bar tjöld og vistir en hinn 20 lítra af vatni enda nánast snjólaust í búðunum eftir hlýtt ár að sögn Leifs. „Nánast allan snjó hefur tekið upp og aðeins snjóföl eftir síðustu nótt sem ekki er hægt að nýta. Til að halda heilsu vildum við hafa aðgang að góðu vatni

Þrátt fyrir tvo burðarmenn sem báru vatn og sameiginlegan útbúnað voru þau þungt klyfjuð með um 17-18 kg hvert. Þrátt fyrir þyngslin gekk gangan um krákustíga fjallsins vel og tók aðeins um fjóra tíma. Fyrri hluta dagsins var sól og gott veður en þegar leið á daginn fór fjallið að draga upp á sig. Þegar Leifur hringdi gekk á með „haglhraglanda“ (nýyrði!). „Það var sjö stiga hiti þegar við komum í búðirnar en það verður örugglega talsvert frost í kvöld og nótt“ sagði Leifur Örn og sendi kveðju heim á Klakann frá leiðangursmönnum sem hann sagði alla með góða súrefnismettun og við hestaheilsu.

Myndirnar sem fylgja eru fengnar að láni á netinu (heimilda getið í sviga)

(http://www.aconcaguaexpeditions.com/graficos/rutas/rutanormal/fotos/full-map-es.jpg)

Teikningin sýnir hefðbundnu leiðina á topp Aconcagua frá Grunnbúðunum Plaza de Mulas sem eru í 4.300 metra hæð. (http://www.aconcaguaexpeditions.com/graficos/rutas/rutanormal/fotos/full-map-es.jpg)

(http://www.ii.uib.no/~petter/mountains/5000mtn/Aconcagua/Acon-pic1/184.jpg)

Tjöld í búðum 1 Plaza Canada (5.050 m)
(http://www.ii.uib.no/~petter/mountains/5000mtn/Aconcagua/Acon-pic1/184.jpg)