Sunnudagur til sigurs


Þótt formlegum leiðangri á Aconcagua sé nú lokið og leiðangursmenn flestir á hægri heimleið (og þar með hættir að hringja í skeytastjóra af skildurækni einni saman) heldur Vilborg Arna enn til í grunnbúðum fjallsins eftir því sem skeytastjóri kemst næst.
Af veðurspám að dæma ríkir enn mikið óveður (hvasst og kallt) í efri hlíðum fjallsins og ekki von til að dúri fyrr en í lok vikunnar. Það er tilfinning skeytastjóra að Vilborg Arna eigi góðan möguleika á að hækka sig upp í Nido de Cóndores (5550 m) eða Plaza Cólera 5970 m) næstkomandi laugardag og stefna að því að toppa á sunnudaginn.

Fyrir nokkrum dögum barst skeytastjóra svo til eyrna að annar íslendingur væri staddur hinum megin á fjallinu … þ.e. í suðurhlíðum Aconcagua. Þar er á ferð Ármann Guðjónsson en því miður hefur hann nú einnig þurft að hverfa frá fjallinu vegna hnémeiðsla og annarra óþæginda. Á fésbókarsíðu hans segir:

“Dagurinn i gaer var mer ekkert serlega godur. … eg med hausverk nanast allan timann. Eg kom svo nidur frekar slappur og var farinn ad finna til i hnjanum. Tau voru ordin bolgin og eg tekki tad af reynslu ad tad er ekki gott. Einnig var eg ordinn half veikur tannig ad astandid var ekki tad besta. Snemma i morgun tok eg svo akvordun um ad fara nidur i grunnbudir og segja tetta gott. … Tetta drullu svekkjandi !!!! en svona er tetta bara. Nu er eg kominn nidur i grunnbudir med enta bolgnari hne en i godu yfirlaeti. Nu er bara spurning hvernig eg kemst hina 42 km til byggda”

Skeytastjóri óskar Ármanni alls hins besta á leið sinni af fjallinu en bindur nú vonir við að heyra stuttlega í Vilborgu Örnu.

/Jón Gauti