Tollur háfjallanna


Leifur Örn hringdi rétt í þessu (klukkan 7.15 að staðartíma) úr Nido de Cóndores í 5550 metra hæð.

Þótt símsamband væri slitrótt skiptumst við fyrst og fremst á upplýsingum um veðrið og þróunina næstu daga þar sem sunnudagurinn 19. janúar virðist enn inni í myndinni.
Leifur sagði að þegar væri komin um 20 cm jafnfallið nýsnævi síðan í gær en veðurspáin hefur nú heldur dregið úr fyrirhuguðu snjómagni sem átti að vera mest í dag. Það verður því fróðlegt að heyra pistilinn í kvöld á milli klukkan 21 og 22 ef hann hringir þá aftur.

Af hópnum er annars það að frétta að Villi (Vilhjálmur) hefur lítið sofið undanfarnar tvær nætur vegna einkenna háfjallaveiki og hefur ákveðið að snúa við niður í grunnbúðir til að jafna sig.
Dagskipun þeirra fimm sem eftir verða er að færa vistir upp í hæstu búðir (Camp Berlin 5930 m) en fara svo aftur niður í Nido de Cóndores og eftir atvikum gista þar, eða ef hætt verður við toppinn í bili, að færa sig enn neðar.
… skeytastjóri kveður í bili
/Jón Gauti
IMG_0760
Nido - berlin
Berlin-summit