Veðurspár og veðurspjall


Í örstuttu samtali við leiðangursmenn í hádeginu í dag er ljóst um hvað er mest rætt í tjaldinu á kvöldin.
Þrátt fyrir gott veður á daginn þá er veðurútlitið fyrir áætlaðann toppadag, sem er á sunnudaginn, ekki sérlega lofandi.
Spáin er þó aðeins spá og reyndar hefur hún aðeins farið batnandi undanfarna daga svo sjálfsagt er að halda í vonina.

Gangi allt skv. áætlun gistir hópurinn í Nido de Condores (búðum 2) í 5550 metra hæð í nótt. Hækkunin er um 500 metrar og ætti gangan að taka um fimm klst.
Á morgun föstudaginn 17. jan er svo fyrirhugaður hvíldardagur en þá er spáð talsverðri snjókomu sem ein og sér ætti kannski ekki að koma að sök ef ekki væri fyrir vaxandi vind tveim dögum síðar!
Á laugardaginn er svo fyrirhugað að ganga upp í efstu búðir (Camp Berlin 5.930 m) svo sunnudagurinn 19. janúar er áætlaður toppadagur.

Á sunnudaginn gera veðurspár hins vegar ráð fyrir vaxandi vindi sem virðist ætla að ná hámarki aðfaranótt þriðjudagsins 21. janúar.

Leiðangursmenn hafa því um margt að hugsa næstu daga en sennilega verður lokaákvörðun um stefnu á fjallinu ekki tekin fyrr en annað kvöld.

Skeytastjóri heldur enn í vonina og bíður spenntur næsta símtals sem gæti orðið í kvöld … eða kannski ekki fyrr en annað kvöld.
/Jón Gauti

http://www.mountain-forecast.com

Veðurspá fyrir næstu daga á http://www.mountain-forecast.com

(http://www.aconcaguaexpeditions.com/graficos/rutas/rutanormal/fotos/full-map-es.jpg)

(http://www.aconcaguaexpeditions.com/graficos/rutas/rutanormal/fotos/full-map-es.jpg)