Vilborg Arna náði toppnum …


… og dvelur nú í efstu búðum áður en hún heldur niður í grunnbúðir á morgun.

Meðfylgjandi færsla birtist á fésbókarsíðu hennar í morgun.

“Hæhó,

Langþráður toppadagur loksins runninn upp! Það var kalt og hvasst framan af en náðum tindinum um kl 14:15 að staðartíma í góðu veðri. Ég gekk upp með fimm Norðmönnum og átti að mestu góðan dag fyrir utan kafla í traversunni. Æðislegt að vera búin að ná þessum tindi þar sem biðin var löng og óvissan nokkur.

Sérstakar kveðjur sendi ég til ferðafélaganna sem ég saknaði mikið í dag. Ég er svo komin aftur niður í efstu búðir, held áfram niður í grunnbúðir á morgun og svo út úr þjóðgarðinum á fimmtudaginn.

Bestu kveðjur frá Aconcagua,

Vilborg”

Innilega til hamingju með áfangan að stóra markmiðinu Vilborg.

Þú ert geggjuð … og reyndar hinir líka 😉

/Jón GautiVilborg Arna