Vilborg Arna stefnir á toppinn


Í meðfylgandi fésbókarfærslu Vilborgar Örnu kemur fram að hún sé nú stödd í 6000 metra hæð við góða heilsu og … stefni á toppinn á morgun.
Spennandi verður að heyra af ferðum hennar annað kvöld.

„Hæhó,

Ég er komin upp í tæplega 6000 metra hæð og gekk vel í dag. Það lá vel á mér þrátt fyrir vindasama nótt. Hitti tvo tjaldlausa menn sem ætluðu að gista í skýli sem var svo upptekið, svo ég bauð þeim að deila tjaldinu með mér. En skemmtilegast var að hitta svo norska félaga sem stefna líka á tindinn á morgun. Nú er það undirbúningur og svo í háttinn.

Fjallakveðja,

Vilborg“

/Jón Gauti