Monthly Archives: January 2014


Vilborg Arna náði toppnum …

… og dvelur nú í efstu búðum áður en hún heldur niður í grunnbúðir á morgun. Meðfylgjandi færsla birtist á fésbókarsíðu hennar í morgun. “Hæhó, Langþráður toppadagur loksins runninn upp! Það var kalt og hvasst framan af en náðum tindinum um kl 14:15 að staðartíma í góðu veðri. Ég gekk […]


Vilborg Arna stefnir á toppinn

Í meðfylgandi fésbókarfærslu Vilborgar Örnu kemur fram að hún sé nú stödd í 6000 metra hæð við góða heilsu og … stefni á toppinn á morgun. Spennandi verður að heyra af ferðum hennar annað kvöld. „Hæhó, Ég er komin upp í tæplega 6000 metra hæð og gekk vel í dag. […]


Bofs og myndir frá leiðangursmönnum

Meðfylgjandi bofs barst frá leiðangursmönnum með aðstoð Google mail fyrir stundu. “Sitjum núna í Mendósa og gerum okkur klár í “road trip” norður í Tungldalinn. Komum hingað í fyrrakvöld (mánudaginn 20. jan) eftir langan og strangan dag. Lagt var af stað frá grunnbúðunum Plaza de Mulas um kl 11 þegar búið […]


Sunnudagur til sigurs

Þótt formlegum leiðangri á Aconcagua sé nú lokið og leiðangursmenn flestir á hægri heimleið (og þar með hættir að hringja í skeytastjóra af skildurækni einni saman) heldur Vilborg Arna enn til í grunnbúðum fjallsins eftir því sem skeytastjóri kemst næst. Af veðurspám að dæma ríkir enn mikið óveður (hvasst og […]


Á súrrandi fart niður fjallið

„Sæll Gauti þetta er Dagný hér … ég fékk það hlutverk að flytja síðasta pistillinn frá fjallinu.“ Skeytastjóra var vissulega létt … sko að heyra í sínu fólki, en ekki var síður tilbreyting að heyra undurþíða kvenmannsrödd Dagnýar. Dagný: „Við fórum aftur upp í Chóleru campinn í um 6000 metra […]


Frábær dagur á fjöllum

Leifur hringdi kl. 13.15 að staðartíma „Þetta er búin að vera frábær dagur á fjöllum“ sagði Leifur þá nýkomin niður í Nido de Cóndores (5550 m) úr Plaza Cólera (5970 m) þar sem þau tóku saman tjöld og annað dót sem þau höfðu áður komið fyrir í búðunum. „Við tókum […]


„Sæll Gauti … þetta er Villi“

Þótt ég hafi þegar fengið fréttir af mínum góða ferðafélaga og Fjallafóli í gegnum Ylfu konu hans og Vilborgu var ótrúlega gott að heyra nú fyrst í honum röddina sem gaf ótvírætt til kynna að fjallatöffarinn Villi var heill á húfi eftir hremmingar síðustu daga. Í gærmorgun yfirgáfu Vilhjálmur og […]


Stormviðvörun! ef ekki hér þá þar

Ath. neðst í þessari færslu eru nýjustu upplýsingar sem voru að berast eftir að skeytið fór í loftið! Leifur hringdi aftur kl. 12.15 (9.15 að staðartíma) … að þessu sinni úr kvennatjaldinu! Leifur: „Það er allt annað að vera hér hjá konunum, með fullri firðingu fyrir Steina. Einhvern vegin miklu […]


Heltist úr lestinni með háfjallaveiki

Klukkan 20.55 á Íslandi hringdi síminn +884_____ rosa langt númer. Leifur: „Blessaður Gauti. Viltu heyra alla söguna eins og þetta var í raun?“ Skeytastjóri: „Hum…jaá.“ Leifur: „Þú verður þá að lofa mér að birta ekkert nema að heyra fyrst i Villý eða Villa“ Skeytastjóri: „Að sjálfsögðu“ Ég þrýsti símanum nú […]