Barafu búðir


Fréttaritari játar á sig mistök í síðasta fréttaskoti þar sem fullyrt var að hópurinn væri kominn í Barafu búðirnar og ætti því fátt annað eftir en dagleið í Barranco og svo toppatrennuna. Hið rétta er að hópurinn gekk í Barafu búðir í fyrradag og var daginn áður í Shirabúðum. Gangan upp í Barafu gekk vel en leiðin verður hrjóstrugri eftir því sem á líður enda fer hún allt upp í 4500 metra hæð við Hraunturninn (Lava tower) áður en hún lækkar aftur og endar í 3900 metrum í Barafu. Miðað við þessar upplýsingar er líklegt og óskandi að allir hafi nú að morgni 4. mars náð hátindi Kilimanjaro og séu þegar á niðurleið en vonandi fást frekari fréttir af því seinna í dag. Meðfylgjandi myndir eru úr fyrri leiðöngrum Fjallaleiðsögumanna á Kilimanjaro

kilimanjaro 201

Hraunturninn og Kibo

Á leið niður í Barafu

Á leið niður í Barafu