Aconcagua 2014


Frábær dagur á fjöllum

Leifur hringdi kl. 13.15 að staðartíma „Þetta er búin að vera frábær dagur á fjöllum“ sagði Leifur þá nýkomin niður í Nido de Cóndores (5550 m) úr Plaza Cólera (5970 m) þar sem þau tóku saman tjöld og annað dót sem þau höfðu áður komið fyrir í búðunum. „Við tókum […]


„Sæll Gauti … þetta er Villi“

Þótt ég hafi þegar fengið fréttir af mínum góða ferðafélaga og Fjallafóli í gegnum Ylfu konu hans og Vilborgu var ótrúlega gott að heyra nú fyrst í honum röddina sem gaf ótvírætt til kynna að fjallatöffarinn Villi var heill á húfi eftir hremmingar síðustu daga. Í gærmorgun yfirgáfu Vilhjálmur og […]


Stormviðvörun! ef ekki hér þá þar

Ath. neðst í þessari færslu eru nýjustu upplýsingar sem voru að berast eftir að skeytið fór í loftið! Leifur hringdi aftur kl. 12.15 (9.15 að staðartíma) … að þessu sinni úr kvennatjaldinu! Leifur: „Það er allt annað að vera hér hjá konunum, með fullri firðingu fyrir Steina. Einhvern vegin miklu […]


Tollur háfjallanna

Leifur Örn hringdi rétt í þessu (klukkan 7.15 að staðartíma) úr Nido de Cóndores í 5550 metra hæð. Þótt símsamband væri slitrótt skiptumst við fyrst og fremst á upplýsingum um veðrið og þróunina næstu daga þar sem sunnudagurinn 19. janúar virðist enn inni í myndinni. Leifur sagði að þegar væri […]


Snjókoma, þrumur og eldingar

Ring! (þetta er sko gervihnattasími!) Klukkan er 20.50 og Spánverjavígin í handboltanum rétt yfirstaðin. „úbs … það er langa númerið sem birtist á skjánum“. Ég hendi frá mér fjarstýringunni um leið og ég sprett upp úr sófanum og stekk inn í eldhús þar sem ég hendi disknum í vaskinn (já […]


Veðurspár og veðurspjall

Í örstuttu samtali við leiðangursmenn í hádeginu í dag er ljóst um hvað er mest rætt í tjaldinu á kvöldin. Þrátt fyrir gott veður á daginn þá er veðurútlitið fyrir áætlaðann toppadag, sem er á sunnudaginn, ekki sérlega lofandi. Spáin er þó aðeins spá og reyndar hefur hún aðeins farið […]

http://www.mountain-forecast.com

Andin er sterkur en alvaran eykst

“Það var iskalt í nótt og við vöknuðum í héluðum tjöldum í morgun (innskot skeytara: þri 14. jan). Deginum var varið í aðlögunargöngu á fjallið Cerro Bonete sem sagt er vera 5.004 metra hátt en við afsönnuðum það með þremur samhljóða GPS-tækjum sem sýndu 5.050 metra. Á leiðinni gengum við […]


Slökun í hæsta gallaríi heims

Seint í gærkveldi barst skeytastjóra símtal frá Leifi Erni úr grunnbúðum Aconcagua (Plaza de Mulas, 4,370m). Gott hljóð var í Leifi en þó mátti greina svolítinn áhyggjutón í röddinni varðandi veðurútlitið á fyrsta mögulega toppadeginum sem fyrirhugaður var hinn 17. janúar. En skipulagið gerir ráð fyrir sveigjanleika og næstu daga […]