Everest Base Camp Trekk


Everest Base Camp Trekk
Gönguferð í Grunnbúðir Everest 19. október til 6. Nóvember 2014

Sæl öll
Nú er orð tímabært að þeir sem stefna á að fara í ævintýralega gönguferð upp í grunnbúðir Everest næsta haust greiði staðfestingargjaldið þannig að hægt sé að staðfesta ferðina. Margir hafa sýnt ferðinni áhuga þannig að líklegt er að næg þátttaka náist.
Auka kynningarfundur verður þriðjudagskvöldið 4. mars kl. 17:30
í húsnæði Íslenskra Fjallaleiðsögumanna Stórhöfða 33
 SAMSUNG CSC
Helstu upplýsingar
Gangan upp í grunnbúðir Everest er ein af þekktustu og mögnuðustu gönguleiðum í heiminum.  Það er ekki aðeins nálægðin við hæstu og tígulegustu fjöll jarðar heldur er það einnig framandi menning Sherpanna sem byggja þessi hrjóstugu fjallahéröð sem þykir spennandi.
Fararstjórn
Fararstjóri í ferðinni er Leifur Örn Svavarsson og honum til aðstoðar verður reyndur Sherpi sem gjörþekkir sínar heimaslóðir.
Erfiðleikar
Þó að hóflegar vegalengdir og daglegur göngutími upp á 5-6 klukkustundir með létta dagspoka sé vel viðráðanlegt skal gæta að því að hæðin eykur á erfiðleika göngunnar.  Í göngunni hækkum við okkur smám saman og hæst förum við á útsýnishæðinni Kalapattar í 5.550 m hæð yfir sjávarmál.
Hætt er við að þátttakendur finni fyrir aukinni þreytu og tímabundnum óþægindum vegna þess hversu hátt er farið.
Verð, greiðsluskilmálar og staðfestingargjald
Ferðin kostar 390 þúsund án flugs.  Nánast allt er innifalið nema hádegis- og kvöldmatur dagana sem dvalið er í Kathmandu, vegabréfsáritun sem keypt er á flugvellinum í Kathmandu (um 4500 kr) og þjórfé fyrir Sherpa og burðarmenn sem bera farangur okkar á milli gistiheimila.
Staðfestingargjaldið er 50 þúsund kr. og þarf að greiðast sem fyrst, en lokagreiðsla ferðarinnar ekki síðar en í byrjun september.  Gott er að þeir sem eru ákveðnir að fara gangi sem fyrst frá greiðslu staðfestingargjalds þannig að við getum staðfest ferðina og þátttakendur geti gengið frá kaupum á flugfari.
Staðfestingargjaldið er hægt að greiða með því að millifæra inn á bankareikning Íslenskra Fjallaleiðsögumanna: 0115-15-381059, kt.470696-2309.  Merkja með nafni og “Ganga í grunnbúðir Everest”
Einnig er hægt að greiða staðfestingargjaldið með korti og þá er auðveldast að hringja inn kortanúmerið. Beinn sími hjá gjaldkera Fjallaleiðsögumanna er 522 4995.
Flug til Kathmandu
Mælt er með ákveðinni flugleið þannig að fararstjóri og þeir sem þess óska geta ferðast saman.  Flugið kostar milli 170 og 180 þúsund en hætt er við að verðið hækki er nær dregur þannig að gott er að ganga frá kaupum á fluginu sem fyrst.
Um leið og staðfestingargjald hefur verið greitt sendi ég upplýsingar um flugið á þátttakendur.
Munið kynningarfundinn þriðjudaginn 4. mars kl 17:30.
Fundurinn verður í húsnæði Íslenskra Fjallaleiðsögumanna að Stórhöfða 33.
Frekari upplýsingar
Frekari upplýsingar er að finna á vef Íslenskra Fjallaleiðsögumanna: 
Auk þess er velkomið að slá á þráðin ef þið eruð með einhverjar spurningar.
Kveðja
Leifur Örn Svavarsson
Sími: 898 08 75
Tölvupóstur: leifur@mountainguides.is
Everest from the summit of Cho Oyu
Fjallaleiðsögumenn … örugglega á fjöllum!