Framandi fjöll & leiðangrar


Íslenskir Fjallaleiðsögumenn hjálpa þér að gera draumaferðina þína að möguleika. Í gegnum árin hefur fyrirtækið staðið fyrir fjölda vel heppnaðra utanlandsferða þar sem aðal áherslan hefur verið lögð á almenna fjallamennsku og leiðangra. Hér að neðan má finna spennandi úrval utanlandsferða á vegum Íslenskra Fjallaleiðsögumanna.

 

Aconcagua

Aconcagua er hæsta fjall Suður Ameríku, 6.962 m hátt og er fjallið næsthæst þeirra 7 tinda sem eru hæstu fjöll sinna heimsálfa. Nafnið er úr indjána mállýsku og má þýða sem „Hvíti útvörðurinn“.

Verð frá: 890.000 kr.
Skoða

Kilimanjaro og Merufjall

Í febrúar halda Íslenskir Fjallaleiðsögumenn og Vilborg Arna Gissurardóttir til Afríku. Nú verður ekki eingöngu tekist á við hæsta fjall Afríku, Kilimanjaro (5895) heldur ætlum við okkur líka að ganga á Merufjall (4566), sem er ekki síður tilkomumikið.

Verð frá: 550.000 kr.
Skoða

Everest Base Camp Trek

Stórbrotið útsýni til hæstu fjalla jarðar gerir gönguna að einni frægustu gönguleið í heimi

Verð frá: 390.000 kr.
Skoða