Jambo!


Hópurinn er nú kominn vel upp í hlíðar Kilimanjaro og farin að heilsa að hætti heimamanna – Jambo.  Í gær, laugardaginn 1. mars gengu þau í Barafu búðirnar í 3800 m hæð og eru þá að baki 2 dagleiðir á fjallinu. Landslagið er fjölbreytt en verður hrjóstrugra eftir því sem ofar dregur. Allir áttu góðan dag á leiðinni upp í Barafu og hækkaði hópurinn sig um 800 metra á tæpum 5 tímum og var komin snemma í tjaldbúðirnar. Þá tók við skemmtilegt eftirmiðdegi þar sem mikið var spjallað, hlegið og lagið meira að segja tekið með heimamönnum. Í dag heldur gangan áfram upp í Barranco búðrinar sem eru í 4800 metra hæð og svo er það bara toppatrennan upp á Uhuru tind.