Kilimanjaro og Meru fjall í Tanzaníu


Laugardaginn 22 febrúar hélt fríður flokkur á vegum Fjallaleiðsögumanna til Afríku undir forystu Vilborgar Örnu. Í hópnum eru þrautþjálfaðir fjallgöngumenn og konur sem hafa æft sig reglulega jafnt í Esjunni sem og öðrum hærri fjöllum. Hópurinn lenti á Kilimanjaro flugvelli að morgni sunnudagsins og hafði daginn til þess að jafna sig eftir flugið og haldið verður af stað í fyrsta hluta fjallgöngunnar mánudaginn 24. febrúar. Til þess að tryggja sem besta hæðaraðlögun verður fyrsti áfanginn ganga á fjallið Meru, sem stendur vestan við Kilimanjaro og er ríflega 1000 metrum lægra. Meru fjall er eldfjall og umhverfið um margt ólíkt því sem er að finna á Kilimanjaro. Hópurinn mun senda fréttir sem við birtum hér á síðunni. Fyrir þá sem ekki komust með í þessa ferð er það ekki neitt leyndarmál að Fjallaleiðsögumenn bjóða upp á samskonar ferð að ári með Leifi Erni sem þá lýkur sínum 7 tindunum105_0522