Kynningarfundur fyrir Everest Base Camp Trek 2014


Fimmtudaginn 6. febrúar kl. 20 verður Leifur Örn Svavarsson með opinn kynningarfund fyrir áætlaða ferð í Everest Base Camp á haustmánuðum 2014.
Kynningarfundurinn verður haldinn í húsakynnum Íslenskra Fjallaleiðsögumanna að Stórhöfða 33.

Allir áhugasamir velkomnir!
SAMSUNG CSC
(Mynd: Leifur Örn Svavarsson, Everest North Col 2013)
Stórbrotið útsýni til hæstu fjalla jarðar gerir gönguna að einni frægustu gönguleið í heimi.

Allar nánari upplýsingar um Everest Base Camp Trek 2014 má nálgast á heimasíðu Íslenskra Fjallaleiðsögumanna.