Vilborg Arna Gissurardóttir


Vilborg ætlar að láta stóran draum rætast og hefur sett sér það markmið að klífa Tindana SJÖ á einu ári. Verkefnið byggist á því að klífa hæsta fjallstind í hverri heimsálfu, hefst á Denali í maí 2013 og endar á sjálfum Everest tindi ári síðar.  Verkefnið er í senn bæði krefjandi og spennandi og útheimtir mikið úthald og áræðni. Þessu fylgja löng og mikil ferðalög, þolinmæði og krefjandi aðstæður á fjöllum.  Búast má við miklum andstæðum í hita og kulda, mjóum fjallshryggjum og stórkostlegs útsýnis.

2Villa270x250

Eitt af því sem Vilborgu finnst mest heillandi við þennan lífstíl er hvað hann er einfaldur og frumþarfirnar skipta höfuðmáli og auk þess að ferðalögin kalla á kynni við ævintýrafólk úr öllum áttum.

Vilborg hefur lagt mikið á sig til þess að elta drauma sína, hún hefur gengið yfir Grænlandsjökul,  farið í siglingarleiðangra og gengið einsömul á Suðurpólinn.  En það er langur vegur að stóru ævintýrunum og Vilborg hefur notið þeirra forréttinda að alast upp á íslenskum fjöllum og jöklum. Aðstæðurnar á Íslandi eru oft krefjandi og þá sérstaklega með tilliti til veðurfars. Íslenska náttúran hefur verið góður skóli með öllum sínum litbrigðum.

Bakgrunnur Vilborgar er fyrst og fremst úr ferðaþjónustu og hefur hún sinnt hinum ýmsu störfum innan hennar. Hún er menntuð í ferðamálafræðum frá Háskólanum á Hólum í Hjaltadal og hefur auk þess MBA gráðu frá Háskóla Íslands.

Heimasíða Vilborgar Örnu